Um felagshyggja.net

Tilgangur heimasíđunnar www.felagshyggja.net  er ađ vera vettvangur rita um félagshyggju sem gefin hafa veriđ út á íslensku. Efninu er ćtlađ ađ endurspegla ţróun umrćđu um félagshyggju á íslandi og varpa ljósi á sígild viđfangsefni hennar. Kapítalisminn, auđvaldskerfiđ, lítur eigin lögmálum eđa ţróunartilhneigingum sem birtast í ólíkum myndum í ólíkum samfélögum og á mismunandi tímaskeiđum. Átök atvinnurekenda og launţega eru í grundvallaratriđum hin sömu í dag og ţau voru í byrjun 20 aldar ţegar umrćđa jafnađarsinna hófst. Átökin um skiptingu afraksturs vinnunnar og völdin á vinnustöđunum eru hin sömu ţó svo form átakanna breytist í tímanna rás.

Orđiđ félagshyggja er ţýđing á orđinu sósíalismi. Ţetta orđ hefur í seinni tíđ tekiđ viđ af orđunum auđsjafnađarkenningar og jafnađarstefna sem notuđ voru á fyrri hluta 20. aldar. Undir hugtakiđ félagshyggja heyra ţćr hugmyndafrćđistefnur sem eiga ţađ sameiginlegt ađ bođa afnám auđvaldskerfisins og uppbyggingu nýs samfélags í anda félagshyggju ţar sem efnalegur jöfnuđur ríkir og samfélagsleg völd launamanna eru hámörkuđ. Stefnur af ţessu tagi eru margvíslegar og greinir bćđi á um hvers konar skipulag samfélagslegra ákvarđana tryggir best völd samfélagsţegnanna og hvađa leiđir ţarf ađ fara til ađ afnema auđvaldsskipulagiđ. Anarkistar, ţ.e. anarkó-sósíalistar stefna ađ sósíalisku samfélagi án ríkisvalds á međan sósíal-demókratar og lenínistar leggja áherslu á mikilvćgi ríkisvaldsins í uppbyggingu sósíalísks samfélags. Lenínistar vilja beita ofbeldi ef međ ţarf í sósíalískri byltingu en sósíal-demókratar leggja áherslu á ađ farin sé ţingrćđisleg leiđ.  Samvinnumenn stefna ađ samfélagi ţar sem samvinnufélög neytenda og fyrirtćki í eigu starfsmanna eru ríkjandi rekstrarform hagkerfisins. Gildasósíalistar á Bretlandi leggja áherslu á hćgfara leiđ til sósíalísks samfélags sem einkennist af ţví ađ ríkisvald auđvaldssamfélagsins hefur veriđ afnumiđ en í stađ ţess er byggt upp kerfi samfélagslegrar ákvarđanatöku sem grundvallast á atvinnugreinafélögum sem verkafólkiđ sjálft stofnar eftir ađ ţađ hefur tekiđ yfir fyrirtćkin og samvinnufélögum neytenda. Atvinnugreinafélögin grundvallast á fyrirtćkjum og stofnunum sem eru í eigu starfsmanna. Ţjóđţing sem kosiđ er til í almennum kosningum hefur síđan ţađ hlutverk ađ samhćfa starfsemi fyrirtćkjanna sem mynda atvinnugreinafélögin og starfsemi neytendafélaganna. Ţingiđ hefur ţannig ţađ hlutverk ađ koma á jafnvćgi frambođs og eftirspurnar í hagkerfinu. Ţessu fyrirkomulagi er ćtlađ ađ tryggja betur virkt lýđrćđi en önnur kerfi félagshyggjumanna ţar sem hornsteinn ákvarđanatöku er virkt lýđrćđi í fyrirtćkjunum og samvinnufélögunum sjálfum.

Efninu sem birtist á heimsíđunni www.felagshyggja.net er ćtlađ ađ varpa ljósi á hugmyndafrćđi ţessara fjögurra meginstefna félagshyggjunnar. Hreyfingar anarkista og syndikalista hafa löngum veriđ öflugar í Suđur-Evrópu á međan hreyfingar sósíal-demókrata og lenínista, sem báđar eiga rćtur í marxisma, eru öflugar í Ţýskalandi, Austurríki, Norđurlöndum og Rússlandi. Hreyfingar samvinnumanna og Georgista voru löngum sterkar á Bretlandi, í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hreyfing gildasósíalista spratt úr hreyfingu fabína, ţ.e. hćgfara sósíalista á Bretlandi. Á íslandi voru Georgistar og samvinnumenn öflugir á fyrstu tveimur áratugum 20. aldar en síđan urđu hreyfingar sósíal-demókrata og kommúnista áberandi.    

Auk ţess efnis sem ritađ er á íslensku og birt verđur á www.felagshyggja.net verđur síđar birt efni sem íslenskt félagshyggjufólk hefur birt á erlendum tungumálum.

Undirbúningsnefnd ađ Samtökum félagshyggjufólks í samfélagsvísindum og ţjóđfélagsrýni stendur ađ heimasíđunni www.felagshyggja.net. Ţeir sem áhuga hafa á ţátttöku í samtökunum geta skráđ sig á postur@felagshyggja.net.