Lilja Mósesdóttir 

 

 

 

 

Erindi

Viđtöl

Greinar

Bćkur

Menntun

Störf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilkynning Lilju Mósesdóttur um frambođ í 2. sćti í forvali Vinstrihreyfingarinnar  - grćns frambođs í Reykjavíkurkjördćmunum tveimur sem fram fer 7. mars n.k.:

 

Lilja Mósesdóttir hagfrćđingur stefnir á 2. sćti VG í Reykjavík

 

Eftir nokkra umhugsun hef ég undirrituđ ákveđiđ ađ bjóđa mig fram til starfa fyrir Vinstrihreyfinguna  - grćnt frambođ og svara ţar međ kalli fólksins í landinu um endurnýjun á sem flestum sviđum samfélagsins. Ég tel ađ menntun mín og starfsreynsla á sviđi efnahags-, atvinnu- og velferđarmála sé góđur grunnur fyrir endurreisnarstarfiđ sem framundan er í íslensku samfélagi. Slíkt endurreisnarstarf ţarf ađ byggja á nýjum gildum, gagnsći, fagmennsku og lýđrćđislegum vinnubrögđum í atvinnulífinu, stjórnsýslunni og stjórnmálum.

 

Fjármálakreppan hefur opinberađ nauđsyn ţess ađ gert verđi upp viđ tímabil sérhagsmuna og gegndarlausrar einstaklings- og neysluhyggju. Brýnt er ađ ţessar ađstćđur verđi nýttar til ađ koma hér á samfélagi, ţar sem lögđ er áhersla á samstöđu og réttláta skiptingu byrđanna sem fjármálakreppan hefur og mun leggja á fólkiđ í landinu. Áherslur mínar og framtíđarsýn ríma vel viđ meginstefnumál Vinstrihreyfingarinnar  - grćns frambođs um jöfnuđ, kvenfrelsi, friđ og sjálfbćra ţróun. Ţađ er mikilvćgara en nokkru sinni ađ slíkar áherslur leiđi okkur inn í framtíđina.

 

Ég er međ doktorspróf í hagfrćđi frá Bretlandi og hef starfađ sem hagfrćđingur og háskólakennari hér á landi og erlendis. Undanfarin ár hef ég m.a. starfađ sem prófessor viđ Háskólann á Bifröst, hagfrćđingur ASÍ, ráđgjafi fyrir Grćnlensku heimastjórnina og sem sérfrćđingur viđ Háskólann í Luleaa í Svíţjóđ. Ég hef tekiđ ţátt í og stjórnađ umfangsmiklum evrópskum rannsóknarverkefnum á sviđi vinnumarkađs- og velferđarmála. Auk ţess hef ég setiđ í stjórn fyrirtćkis og í stjórn norrćnnar rannsóknarstofnunar ásamt ţví ađ hafa átt sćti í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera.

 

Eftir fall bankanna hef ég tekiđ ţátt í starfi grasrótarhópa eđa hinni svokölluđu búsáhaldabyltingu og m.a. talađ á borgarafundum og mótmćlafundi Radda fólksins á Austurvelli. Ég starfađi međ Kvennalistanum á sínum tíma og hef, eftir ađ hann var lagđur niđur, leitast viđ ađ styđja viđ kvennahreyfinguna í landinu međ ţví ađ miđla af ţekkingu minni á m.a. launamun kynjanna og stöđu kynjanna í ţekkingarsamfélaginu og á vinnumarkađi.

Maki minn er Ívar Jónsson, forstöđumađur ţjóđdeildar Landsbókasafnsins, og sonur okkar er Jón Reginbaldur, menntaskólanemi. Ég ólst upp í Grundarfirđi en bý ásamt fjölskyldu minni í Breiđholtinu í Reykjavík. Ég sćkist eftir 2. sćti í forvali Vinstrihreyfingarinnar  - grćns frambođs í Reykjavík.

 

 

 

Lilju í 2. sćtiđ í Reykjavík